fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Pressan

Lögðu hald á ótrúlegt magn eftirlíkinga

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 07:00

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd:CBP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tollgæslan og landamæraeftirlitið, CBP,  í Ohio lagði nýlega hald á þrjár sendingar frá Hong Kong. Í þessum þremur sendingum voru 800 eftirlíkingar af armböndum frá Cartier og 13 eftirlíkingar af Rolex úrum.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að armböndin hafi átt að fara til Virginíu, uppgefið heimilisfang er einkaheimili, en úrin voru á leið til verslunar í Texas. En varningurinn komst ekki á áfangastað.

Uppgefið verðmæti annarrar sendingarinnar var 319 dollarar en ef um ósviknar vörur hefði verið að ræða hefði verðmætið verið rúmlega þrjár milljónir dollara.

Í fréttatilkynningu frá CBP kemur fram að málið sé enn eitt dæmið um hvernig liðsmenn stofnunarinnar vinni alla daga við að vernda bandaríska neytendur, bandarískt efnahagslíf og bandarísk störf.

Bandarískir neytendur eyða árlega rúmlega 100 milljörðum dollara í eftirlíkingar, vörur sem brjóta gegn höfundarrétti. Það er um 20% af þeim eftirlíkingum sem eru seldar á heimsvísu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há