fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu

Fókus
Mánudaginn 15. ágúst 2022 12:57

Skjáskot úr þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbandsklippa úr morgunþættinum „Today with Hoda & Jenna“ á NBC hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Í myndbandinu má sjá gestaþáttastjórnandann Justin Sylvester ýta Jennu Bush Hager, þáttastjórnanda Today, tvisvar í burtu frá sér. Independent greinir frá.

Atvikið átti sér stað í matreiðsluhluta þáttarins. Áhorfendur tóku eftir því að Sylvester reyndi að ýta Bush, sem stóð þétt upp við hann, í burtu, en hún hló og færði sig nær. Hann ýtti við henni aftur og færði hún sig þá í burtu.

Áhorfendur NBC gagnrýndu hegðun Bush á Instagram-síðu sjónvarpsstöðvarinnar. Netverjar sögðu hana of nærgöngula og að hún ætti að virða persónulegt rými annarra.

„Honum leið greinilega óþægilega og var að reyna að ýta henni kurteisislega í burtu,“ sagði einn netverji.

Sylvester, sem kemur reglulega fram í þættinum ásamt aðalþáttastjórnendunum Jennu Bush og Hodu Kotb, tjáði sig um málið í Story á Instagram um helgina. Hann tók fyrir að Bush hafi „ráðist“ inn í persónulegt rými hans.

„Það er ekki sannleikurinn,“ sagði hann og lýsti Bush sem mjög vingjarnlegri manneskju.

„Það sem við vorum að gera var að daðra. Eða ég var að daðra við kokkinn því hann var sætur, og ég var að ýta henni í burtu svo ég gæti fengið meiri tíma einn með honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum