fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Ásgeir Trausti nældi sér í Reykjavíkurdóttur

Fókus
Mánudaginn 8. ágúst 2022 14:52

Ásgeir Trausti og Karítas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson er byrjaður að slá sér upp með Reykjavíkurdótturinni Karítas Óðinsdóttur. Eins og vant er nú um stundir opinberaði parið sambandið á samfélagsmiðlum en Karítas birti mynd af Ásgeiri Trausta á Instagram-síðu sinni.

Parið byrjaði að slá sér upp í sumar en í maí var greint frá því að sambandi Ásgeir Trausta og fegurðardrottningarinnar Hugrúnar Birtu Egilsdóttur væri lokið.

Ásgeir Trausti hóf nýverið að notast eingöngu við listamannsnafnið Ásgeir. Hann nýtti heimsfaraldurinn til að vinna að nýju efni og gaf á dögunum út smáskífuna Snowblind sem er fyrsta lagið af væntanlegri plötu listamannsins – Time on my hand –  sem kemur út þann 28. október næstkomandi.

Þá vill það þannig til að í dag er um 10 ár síðan að fyrsta plata Ásgeirs,  Dýrð í dauðaþögn, kom út og sló hún gjörsamlega í gegn. Alls hefur platan selst í 40 þúsund eintökum og setið samtals 415 vikur á Tónlistanum sem er yfirlit yfir mest seldu plötur landsins. Í tilefni af tímamótunum verður Ásgeir með afmælistónleika í Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi þar sem platan verður flutt í heild sinni ásamt nýju efni.

Karítas er meðan á ferð og flugi með Reykjavíkurdætrum innanlands og utan en sveitin er afar eftirsóttur gestur á tónlistarhátíðum víð um heim. Hún er ekki einhöm í tónlistinni en hún byrjaði feril sinn sem plötusnúður áður en að hún gekk til liðs við Reykjavíkurdætur. Þá hefur hún einnig unnnið að eigin sólóferli og gaf í fyrra út plötuna Eternity.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?