fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

England í úrslitaleik EM eftir sannfærandi sigur á Svíum

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 20:49

Alessia Russo er ein af stjörnum WSL deildarinnar GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska landsliðið í knattspyrnu vann í kvöld afar sannfærandi 4-0 sigur á sænska landsliðinu í einum af undanúrslitaleik Evrópumótsins sem fór fram í Sheffield í Englandi í kvöld. Englendingar eru því komnir í úrslitaleik Evrópumótsins og munu þar annað hvort mæta Þjóðverjum eða Frökkum.

Bæði lið fengu ákjósanleg færi til þess að komast yfir í leiknum og það gerðist síðan á 34. mínútu að ísinn var brotinn.

Það gerði Bethany Meed með marki eftir stoðsendingu frá Luzy Bronze og það ætlaði allt um koll að keyra á Bramall Lane í Sheffield.  Staðan orðin 1-0 fyrir gestgjafana og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Það leið ekki á löngu þar til Englendingar juku við forskot sitt í síðari hálfleik. Þá skiptu Lucy Bronze og Bethany Mead um hlutverk, Mead átti stoðsendinguna og Bronze sá um að auka forskot Englands.

Markið var skoðað í VAR-sjánni vegna mögulegrar rangstöðu en markið fékk að lokum að standa.

Heimakonur voru hins vegar ekki hættar og á 68. mínútu barst boltinn til Alessiu Russo sem hafði skömmu áður komið inn sem varamaður.

Russo átti hælspyrnu að marki Svía, spyrnu sem fór á milli fóta Lindahl í markinu og staðan því orðin 3-0 fyrir England.

Áhlaupið hélt síðan áfram því að á 77. mínútu bætti Franseca Kirby við fjórða marki Englands. Boltinn barst á Kirby sem reyndi að lyfta knettinum yfir Lindahl í marki Svía sem var komin ansi framarlega. Lindahl náði að slæma hendi í boltann en ekki nægilega mikið til þess að bægja hættunni frá.

Þetta reyndust lokamark leiksins og það eru því Englendingar sem tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu með 4-0 sigri á Svíum.

Á morgun kemur það síðan ljós hverjir andstæðingar Englendinga í úrslitaleiknum verða. Þjóðverjar og Frakkar mætast á morgun í síðari undanúrslitaleiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu