fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Mið-Asíu-blæðingasótt greindist á Spáni – 30% dánartíðni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 06:09

Mið-Asíu-blæðingasótt er mjög alvarleg. Veiran er hér sýnd með gulum punktum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega greindist karlmaður með Mið-Asíu-blæðingasótt (CCHF) á Spáni. Maðurinn, sem er á miðjum aldri, var lagður inn á sjúkrahús í Leon, í norðvesturhluta landsins, eftir að hann var bitinn af mítli sem smitaði hann af sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er mjög hættulegur en dánartíðnin af hans völdum er um 30%.

Daily Mail segir að þetta sé þriðja tilfelli sjúkdómsins sem greinst hefur á Spáni frá 2011. Sömuleiðis hafa þrjú tilfelli komið upp í Bretlandi síðan 2011.

Miðillinn segir að maðurinn hafi greinst með CCHF eftir að hafa verið bitinn af mítli. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Castile en síðan fluttur flugleiðis á sjúkrahús í Leon að sögn spænska varnarmálaráðuneytisins.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að dánartíðnin af völdum sjúkdómsins sé um 30%.

Sjúkdómurinn berst yfirleitt með mítlum eða búfénaði. Hann getur borist í fólk við bit mítils eða með sýktu blóði eða líkamsvökvum. Einkenni sjúkdómsins gera yfirleitt vart við sig mjög skyndilega en meðal þeirra eru hiti, beinverkir, svimi, skapsveiflur og blæðing úr augum og úr húðinni.

Sjúkdómurinn uppgötvaðist fyrst fyrir tæpum 70 árum á Krímskaga. Hann er landlægur í Afríku, Miðausturlöndum, Asíu og Balkanskaga en örsjaldan greinst hann í norðanverðri Afríku.

Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Leon er ástand mannsins stöðugt þrátt fyrir alvarleika veikindanna. Fyrsta smitið á Spáni greindist 2011 og 2016 lést spænskur karlmaður af völdum sjúkdómsins.

Sjúkdómurinn berst ekki auðveldlega á milli fólks og því er almenn smithætta af hans völdum ekki mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni

Þremur bræðrum bjargað úr hryllingshúsi á Spáni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há