fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Fyrirtækið sem græðir á flugfarangursvandræðunum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 15:00

Frá Roissy flugvellinum í Frakklandi - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala á staðsetningarbúnaðinum AirTag frá Apple hefur stóraukist á undanförnum vikum en þessi aukning er að miklu leyti rakin til notkunar vörunnar í tengslum við flugfarangur.

Eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri er fólk um allan heim orðið þyrst í ferðalög á ný. Flugferðir um allan heim eru mun fleiri í ár heldur en síðustu tvö ár vegna þessa en vandræðin sem tengjast flugbransanum eru einnig orðin mun meiri. Það má helst rekja til skorts á starfsfólki á flestum sviðum flugbransans en sá kimi bransans sem hefur verið hvað mest áberandi fyrir vandræðaganginn sinn er sá sem snýr að farangri fólks.

Fjölmiðlar hafa reglulega fjallað um heilu fjöllin af týndum töskum sem sitja á stærstu flugvöllum heims. Myndbönd sem tekin eru af týndu töskunum á flugvöllum eins og Heathrow flugvellinum í London og Schiphol flugvellinum í Amsterdam hafa til dæmis vakið mikla athygli.

„Sá strax að taskan kom aldrei með“

Fljótlega eftir að töskuvandræðin fóru að vekja athygli fólks fór það að leita leiða til að komast hjá því að týna töskunni sinni í flugferðalögum. Mikill fjöldi fólks hefur fundið sömu lausnina með staðsetningarbúnaðinum frá Apple, AirTag. Um er að ræða lítið tæki sem hægt er að setja á hina ýmsu muni og fylgjast svo með staðsetningunni í símanum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, notaði til dæmis AirTag þegar hún flaug til Tenerife fyrr í mánuðinum. Áslaug hafði sett AirTag í töskuna sína og gat því fylgst með því hvar hún var stödd í heiminum. Á leiðinni heim til Íslands lenti hún svo í því óláni að taskan hennar rataði ekki heim með henni en Áslaug gat strax séð hvar hún var í símanum.

„Sá strax að taskan kom aldrei með og varð eftir á flugvellinum úti. Mæli með að hafa airtag á ferðatöskum,“ sagði Áslaug.

Lesa meira: Áslaug Arna með bráðsnjallt ráð til ferðalanga

Leitarvélarnar loga

Ljóst er að mikill fjöldi fólks um allan heim hefur heyrt af góðri reynslu fólks af AirTag því leit að búnaðinum á netinu hefur aukist gríðarlega. Samkvæmt Google Trends hefur fjöldi fólks sem leitar að AirTag með leitarvélinni farið fjölgandi á heimsvísu.

Hér má sjá aukningu leitarorðsins á heimsvísu – Skjáskot/Google Trends

Athyglisvert er einnig að sjá að hér á Íslandi hafa aldrei fleiri verið að leita að staðsetningartækinu en síðustu daga. Bæði er vinsælt að leita að „airtag“ en einnig að „airtag ísland“. Leitarorðin eru vinsælust hjá fólki á Vesturlandi en höfuðborgarsvæðið fylgir svo fast á eftir.

Leitarorðið hefur aldrei verið vinsælla á Íslandi – Skjáskot/Google Trends
Því dökkari sem svæðin eru, því vinsælli er leitarorðið þar – Skjáskot/Google Trends
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“