fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Ráðherra slasaðist í göngufótbolta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. júní 2022 10:00

Guðlaugur Þór Mynd/UN PHOTOS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, slasaðist í svokölluðum göngufótbolta á Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi á sunnudag. Tveir leikmenn slösuðust í leiknum og þurfti að blása leikinn af vegna þessa.

Þetta kemur fram á vefsíðu landsmótsins.

„Aðeins voru nokkrar mínútur liðnar af geysilega spennandi leik þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, Borgnesingur og umhverfisráðherra,- orku- og loftslagsráðherra, tognaði á fæti að talið er í kjölfar hælspyrnu. Hann þurfti að hverfa af velli til að kæla meiðslin og hætti leik. Skömmu eftir að blásið var til seinni hálfleiks féll andstæðingur hans niður. Talið er að hann hafi slitið hásin. Hann var borinn af velli. Ekkert er vitað um líðan þeirra,“ segir í fréttinni.

Reglur í göngufótbolta eru með þeim hætti að aðeins er leyfilegt að ganga með boltann en að öðru leyti eru sambærilegar reglur og í venjulegum fótbolta.

Guðlaugur Þór er sagður hafa sýnt góð tilþrif í leiknum áður en hann slasaðist en myndir af þeim tilþrifum má sjá á vefsíðunni.

Í stuttu samtali við DV sagðist Guðlaugur vera hinn brattasti þrátt fyrir atvikið, en hann er við vinnu í ráðuneytinu í dag. „Ég fer svo lítið hægt yfir,“ viðurkennir hann þó.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“