fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Flóð, aurskriður, gróðureldar og methitar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 06:33

Börn kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tveimur dögum hafa Bandaríkjamenn upplifað mikla öfga í veðurfari. Flóð hafa eyðilagt heimili, brýr og vegi. Gróðureldar brenna og rúmlega 100 milljónum landsmanna hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra í dag vegna mikilla hita.

Sky News segir að mikil rigning og snjóbráðnun hafi valdið flóðum í hlutum Yellowstone þjóðgarðsins og hafi þurft að grípa til rýmingar. Rafmagn hafi farið af og loka hafi þurft öllum fimm inngöngum þjóðgarðsins í einu, nú þegar ferðamannatíminn er að hefjast af alvöru.

Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki í þjóðgarðinum en margir lentu í vandræðum og þurftu aðstoð björgunaraðila. Cory Mottice, veðurfræðingur hjá the National Weather Service, sagði að flóð af þessu tagi hafi ekki sést áður.

Mikil flóð hafa verið í Montana og er eins barns og tveggja fullorðinna saknað eftir að flóð sópaði þeim á brott eftir mikla rigningu og þrumuveður.

Rúmlega 100 milljónum landsmanna hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra í dag. Viðvörunin gildir meðal annars fyrir Kaliforníu, Arizona og Nýju-Mexíkó.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað