fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Smyglaði haug af Oxycontin

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 10. júní 2022 15:15

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Þetta kemur fram í dómi frá Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Maðurinn sem hefur ekki verið nafngreindur játaði að hafa smyglað til landsins 643 töflum af fíknilyfinu Oxycontin með flugi frá Varsjá þann 25. janúar 2022.

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu töflurnar við leit í farangri þess ákærða við komuna til landsins. Maðurinn fór fram á vægustu refsingu mögulega vegna játningar og vegna þess að hann var með hreint sakavottorð. Hins vegar kemur fram í dómnum að vegna alvarleika brotsins sé hæfileg refsing nauðsynleg.

Niðurstaðan var sú að ákærði hlaut þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi og töflurnar verða gerðar upptækar. Einnig þarf ákærði að greiða verjanda sínum 474.300 króna þóknun og 10.080 króna akstursgjald.

Sjá dóm héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“