fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Læknar sagði agndofa yfir nýju krabbameinslyfi – Læknaði alla sem tóku þátt í tilrauninni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 07:55

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir 18 krabbameinssjúklingarnir, sem tóku þátt í tilraun með krabbameinslyfið Dostarlimab, á the Memorial Sloan Kettering Cancer Center í New York læknuðust af krabbameini í endaþarmi.

Allir þátttakendurnir voru með ákveðna tegund endaþarmskrabbameins. Fólkið fékk lyfið á þriggja vikna fresti í sex mánuði. Ekki er annað að sjá en að lyfir hafi gert út af við krabbameinið og voru aukaverkanir þess mjög litlar.

Vísindamenn segja þó að enn sé of snemmt að fullyrða að þátttakendurnir séu algjörlega læknaðir. En rannsókn á þeim eftir einu ári eftir að lyfjameðferðinni lauk sýndi engin merki um krabbamein.

Það er ekki til að draga úr ánægju lækna og þátttakenda að sáralitlar aukaverkanir fylgdu notkun lyfsins. Það er mikil breyting frá því sem er þegar hefðbundin meðferð er notuð því þá þarf stundum að gera skurðaðgerð, nota lyfjameðferð og geislameðferð. Þetta getur skaddað ristilinn og gert fólk ófært um að stunda kynlíf.

New York Times hefur eftir Dr. Luis Diaz, einum aðalhöfundi rannsóknarinnar, að hann telji að þetta sé í fyrsta sinn sem árangur af þessu tagi hafi náðst í sögu krabbameins. „Þetta er mjög spennandi. Ég tel að þetta sé stórt skref fram á við fyrir sjúklinga,“ sagði hann og bætti við að hann telji þetta aðeins vera toppinn á ísjakanum.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla þá eru næstu skref væntanlega að gera fleiri tilraunir með lyfið þar sem fleiri krabbameinssjúklingar taka þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Í gær

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni