Samkvæmt frétt Times hefur Liverpool hafnað fyrsta tilboði Bayern Munchen í sóknarmanninn Sadio Mane.
Þetta fyrsta tilboð er talið hafa hljóðað upp á 25 milljónir punda.
Samningur Mane við Liverpool rennur út næsta víst. Það er talið ansi líklegt að hann yfirgefi félagið í sumar.
Bayern þarf hins vegar að bjóða betur, ætli það sér að fá leikmanninn.
Mane hefur verið á mála hjá Liverpool frá árinu 2016. Á þessum sex árum hefur hann leikið 269 leiki og skorað í þeim 120 mörk. Auk þess hefur hann lagt upp önnur 48.
Senegalinn hefur einnig verið orðaður við Paris Saint-Germain. Bayern þykir samt sem áður líklegasti áfangastaður hans.