fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Maður vopnaður hamri réðst á konu – Tveir árekstrar af völdum vímaðra ökumanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júní 2022 05:37

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.21 í nótt var tilkynnt um skemmdarverk í Kópavogi. Þar var maður, með hamar í hönd, sagður hafa ráðist að konu og kasta hamrinum í bifreið hennar. Hann var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom. Bifreiðin er töluvert skemmd.

Á sjöunda tímanum í gær varð árekstur tveggja bifreiða í Hlíðahverfi. Enginn slasaðist. Annar ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkustund síðar varð árekstur tveggja bifreiða í Hlíðahverfi. Annar ökumaðurinn fann til eymsla í hnakka eftir höggið. Hinn ökumaðurinn, tjónvaldurinn, var sagður undir áhrifum vímuefna. Hann yfirgaf vettvang þegar hann heyrði að lögreglan væri á leiðinni. Hann var handtekinn síðar og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja/fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Hinn reyndist vera sviptur ökuréttindum og ók um á stolinni bifreið. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Í gær

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni