fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar aðeins í beinni á Viaplay

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. maí 2022 09:04

Salah og Benzema eru stjörnur liðanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu á laugardaginn, þegar Liverpool og Real Madrid mætast í sjálfum úrslitaleiknum í París kl. 19:00. Leikurinn verður aðeins sýndur í beinni útsendingu á Viaplay.

Liverpool og Real Madrid mættust síðast í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2018, þar sem Real Madrid hafði betur. Aðdáendum Liverpool er enn í fersku minni umdeilt atvik þegar Sergio Ramos togaði Mohamed Salah niður snemma í leiknum, með þeim afleiðingum að Salah meiddist og þurfti að fara af velli skömmu síðar. Það er því óhætt að segja að Liverpool-menn eigi harma að hefna á laugardaginn.

„Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er einn stærsti íþróttaviðburður heims. Liverpool unnu Ensku bikarkeppnina og Enska deildarbikarinn en rétt misstu af Englandsmeistaratitlinum um síðustu helgi. Það er því mikið hungur í þeim að vinna nýkrýnda Spánarmeistara Real Madrid og hefna fyrir úrslitin í Meistaradeildinni 2018,“ segir Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri Viaplay á Íslandi.

Leikur LIverpool og Real Madrid er laugardaginn 28. maí kl. 19:00 og aðeins í beinni útsendingu á Viaplay. Auk Meistaradeildar Evrópu hafa áskrifendur Viaplay aðgang að öllum leikjum í Þjóðadeild Evrópu, Evrópukeppni félagsliða, Enska deildarbikarnum, þýsku Bundesligunni og fjölmörgum fleiri heimsklassaíþróttaviðburðum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn