fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Flytur inn til Elísabetar drottningar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 17:49

Elísabet II.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet II, Bretadrottning, sýndi sig nýlega opinberlega í fyrsta sinn í töluverðan tíma þegar hún sótti hestasýningu í Windsor um helgina. Drottningin hefur haldið sig í Windsor kastala að undanförnu og sinnt störfum sínum í gegnum fjarfundabúnað en hún á að sögn erfitt með gang. Fréttir hafa borist af að hún sé farin að nota hjólastól á köflum en hún hefur sést ganga við staf opinberlega.

Nú er vinkona hennar, hin 64 ára Angela Kelly, flutt inn í Windsor kastala og hefur fengið svítu nærri íbúð drottningarinnar. The Sun segir að Kelly muni aðstoða drottninguna en hún starfaði hjá henni í 30 ár og tókst svo góður vinskapur með þeim að þær urðu vinkonur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kelly flytur inn til drottningarinnar því hún var í teymi, sem kallaðist HMS Bubble team, sem flutti inn í Windsor þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og var í einangrun með drottningunni.

Kelly hefur skrifað þrjár bækur um líf sitt og starf fyrir drottninguna og það með blessun drottningarinnar. Hún skýrði meðal annars frá því að hún hefði séð um að ganga skó drottningarinnar til fyrir hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið