fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Meirihlutinn fallinn samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík – Stefnir í stórsigur Framsóknar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. maí 2022 01:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihlutinn er fallinn í Reykjavík samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík sem bárust um kl.1.30 í nótt. Allt stefnir í að sigurvegari  kosninganna í höfuðborginni verði Framsóknarflokkurinn sem náði inn fjórum borgarfulltrúum en á þessu kjörtímabili átti flokkurinn ekki fulltrúa í borgarstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn með 24,1% fylgi sem þýðir að flokkurinn fær 6 borgarfulltrúa og tapar því tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningunum. Samfylkingin fær fimm borgarfulltrúa en flokkurinn tapar einnig tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum.

Þá mega Píratar vel við una en þeir virðast ætla að bæta við sig einum borgarfulltrúa. Viðreisn tapar einum manni en Vinstri Grænir halda sínum borgarfulltrúa.

Þá bæta Sósíalistar við sig manni, Flokkur Fólksins heldur sínum fulltrúa en Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa í borgarstjórn.

Fylgi flokka samkvæmt fyrstu tölum

Sjálfstæðisflokkurinn – 8.805 atkvæði – 24,1% – 6 borgarfulltrúar

Samfylkingin – 7.514 atkvæði – 20,6% – 5 borgarfulltrúar

Framsókn – 6.836 atkvæði – 18,7% – 4 borgarfulltrúar

Píratar – 4.224 atkvæði – 11,6% – 3 borgarfulltrúar

Viðreisn – 1.816 atkvæði – 5,0% – 1 borgarfulltrúi

Flokkur Fólksins – 1.646 atkvæði – 4,5% – 1 borgarfulltrúi

Sósíalistaflokkurinn – 2.925 atkvæði – 8,0% – 2 borgarfulltrúar

Vinstri Grænir – 1.552 atkvæði  – 4,2% – 1 borgarfulltrúi

Miðflokkurinn – 884 atkvæði – 2,4% – 0 borgarfulltrúar

Ábyrg Framtíð – 289 atkvæði – 0,8% – 0 borgarfulltrúar

Reykjavík – Besta borgin  – 69 atkvæði – 0,2% – 0 borgarfulltrúar

Alls voru talin atkvæði – 37.319. Auður seðlar 647 – Aðrir ógildir 112

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði