fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

ÍBV staðfestir kaup á Kundai Benyu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. maí 2022 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simbabveski landsliðsmaðurinn Kundai Benyu hefur skrifað undir samning við ÍBV og mun koma til með að leika með liðinu út tímabilið 2023. Kundai kemur til liðsins frá Vestra þar sem hann lék við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hann er 24 ára gamall miðjumaður.

Kundai neitaði að spila áfram með Vestra og vildi fara í lið í Bestu deildinni. Hann fær þó ekki leikheimild með ÍBV fyrr en í júlí.

Þrátt fyrir að leika með simbabveska landsliðinu þá er Kundai fæddur og uppalinn á Englandi en hann hefur að mestu leikið með liðum í ensku deildunum, má þar nefna Ipswich og Charlton meðal liða sem hann hefur verið á mála hjá. Hann var einnig leikmaður Helsingborg á sama tíma og Andri Rúnar Bjarnason, ásamt því að vera þrjú tímabil á mála hjá skoska stórliðinu Celtic.

Kundai hefur leikið fimm leiki fyrir simbabveska landsliðið og er hann mjög spenntur að komast til Vestmannaeyja og hefja leik með liðinu í þeirri Bestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye