The Guardian skýrir frá þessu. „Það er ekki hægt að nota kornið núna. Það liggur bara þarna,“ sagði hann.
Úkraína er einn stærsti útflytjandi hveitis, maís og fleiri korntegunda. Það eru aðallega fátæk ríki í Afríku sem eru háð korni frá Úkraínu.
SÞ segja að árið 2020 hafi maísuppskeran í Úkraínu verið um 30 milljónir tonna og hveitiuppskeran um 25 milljónir tonna.
En vegna innrásar Rússa í Úkraínu er ekki hægt að koma afurðum þaðan og það er mikið vandamál að sögn Frick. „Heimurinn hefur bráða þörf fyrir þessi matvæli frá Úkraínu,“ sagði hann í samtali við þýsku fréttastofuna dpa.
Hann sagðist einnig óttast að matvæli séu notuð sem vopn í stríðinu.