fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Úkraínska flughetjan var kölluð „Draugurinn frá Kyiv“ – Það var bara eitt vandamál

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 06:59

Draugurinn frá Kyiv varð heimsþekktur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir orustuflugmenn eru miklu færri en þeir rússnesku og glíma svo sannarlega við ofurefli. En þeir hafa öðlast ákveðinn hetjuljóma síðustu vikur og þá ekki síst vegna sögunnar um „Drauginn frá Kyiv“ sem er sagður hafa skotið niður 40 rússneskar flugvélar. En það er ákveðið vandamál tengt þessari sögu.

Samkvæmt sögunni þá er þessi flugmaður mikil hetja og afrek hans alveg ótrúleg, eiginlega alveg óskiljanleg. Það skipti engu máli að Rússar réðu lögum og lofum í úkraínskri lofthelgi, honum hafði samt sem áður tekist að skjóta 40 rússneskar flugvélar niður. Vegna þessara afreka fékk hann viðurnefnið „Draugurinn frá Kyiv“.

Í fyrstu var ekki skýrt frá nafni umrædds flugmanns en síðar var hann sagður heita Stepan Tarabalka og vera 29 ára. Á samfélagsmiðlum hylltu úkraínsk yfirvöld hann fyrir hetjudáðir hans. Þann 13. mars staðfestu þau síðan að hann hefði fallið í orustu og var hann sæmdur orðunni „Úkraínsk hetja“. En það var eitt vandamál við þetta allt saman:

Sagan um „Drauginn frá Kyiv“ var uppspuni frá rótum.

Yfirstjórn úkraínska flughersins hefur nú játað á Facebook að „Draugurinn frá Kyiv“ sé ofurhetjugoðsögn. Rétt er að Stepan Tarabalka féll í orustu í mars en hann er ekki „Draugurinn frá Kyiv“ og hann „skaut ekki 40 flugvélar niður“.

BBC segir að flugherinn segi að sagan hafi verið „búin til af Úkraínumönnum“. En það voru úkraínsk yfirvöld sem blésu lífi í söguna nokkrum dögum eftir að innrás Rússa hófst. Þá birti leyniþjónustan mynd á Telegram með texta þar sem „Draugurinn frá Kyiv“ var kallaður „engill“ fyrir að hafa skotið 10 rússneskar flugvélar niður.

Úkraínska ríkisstjórnin birti myndband sem sýndi útfærslu listamanns á flugmanninum og afrekum hans. Í því var staðhæft að hann hefði skotið sex rússneskar flugvélar niður á fyrsta degi stríðsins og að hann fengi sér rússneskar orustuþotur í „morgunmat“: „Fólk kallar hann Drauginn frá Kyiv og það með réttu. Þessi ás úkraínska flughersins ræður lögum og lofum í loftrýminu fyrir ofan höfuðborgina okkar og land og er nú þegar orðin martröð fyrir rússneskar flugvélar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“
Fréttir
Í gær

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“
Fréttir
Í gær

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar