fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Tveir handteknir í Árbæ – Voru í annarlegu ástandi og með exi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 05:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi voru tveir menn handteknir í Árbæ. Þeir voru í annarlegu ástandi og með exi meðferðis. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Á tíunda tímanum var einn handtekinn í Grafarvogi eftir að tilkynnt var um yfirstandandi innbrot. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu.

Á fyrsta tímanum í nótt var tilkynnt um tvo menn að rífast í Árbæ og fylgdi sögunni að þeir væru vopnaðir. Málið var afgreitt á vettvangi að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.

Skömmu eftir miðnætti datt kona og kenndi til eymsla í baki og mjöðm. Hún var flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.

Um klukkan tvö var ekið á reiðhjólamann í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hann slapp ómeiddur.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“