fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Hringt á lögreglu þegar Hermann mótmælti vinnubrögðum Júdódeildar Ármanns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. apríl 2022 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júdóiðkandinn Hermann Valsson var með mótmælastöðu fyrir utan íþróttahúsið í Digranesi í Kópavogi á meðan þar fór fram Norðurlandamót í júdó síðastliðinn laugardag.

Hermann var þar að mótmæla meintri gerendameðvirkni júdódeildar Ármanns en eftir að hann slasaðist illa á júdóæfingu hjá félaginu í fyrra var æfingin látin klárast áður en Hermann var fluttur á sjúkrahús, en þangað til liðu um 50 mínútur.

Hermann er með svart belti í júdó en er nokkuð við aldur, orðinn 65 ára gamall. Slasaðist hann í glímu við mann á besta aldri.

Ármann hefur hafnað lýsingu Hermanns á umræddum atvikum og hefur verið nokkuð kalt á milli hans og gamla félagsins síðan þetta gerðist.

Á laugardaginn var hringt á lögreglu vegna mótmælastöðu Hermanns fyrir utan íþróttahúsið í Digranesi. Vel fór á með Hermanni og lögreglumanninum sem mætti í útkallið eins og meðfylgjandi mynd ber með sér en hana birti Hermann á Facebook-síðu sinni.

Samkvæmt upplýsingum hringdu hvorki mótshaldarar né nokkur frá Júdósambandinu á lögreglu vegna mótmælastöðunnar heldur mun þar hafa verið að verki áhorfandi, keppandi eða þjálfari á mótinu, sem þótti vera truflun að athæfi Hermanns. Herma áreiðanlegar heimildir að enginn frá Júdósambandinu hafi átt þátt í þessari ákvörðun, að hringja í lögregluna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru