fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Mjólkurbikar karla: Fjör í fyrstu umferð

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjólkurbikar karla er farinn að rúlla. Ellefu leikir fóru fram í fyrstu umferð í kvöld.

Lengjudeildarliðin Grótta, Afturelding og Grindavík voru til að mynda öll í eldlínunni.

Grótta vann 8-0 sigur á KH. Sigurður Hrannar Þorsteinsson gerði tvö mörk í leiknum og Kjartan Kári Halldórsson önnur tvö. Þá skoruðu þeir Júlí Karlsson, Kristófer Orri Pétursson, Óliver Dagur Thorlacius og Luke Morgan Conrad Rae einnig.

Afturelding vann Ými þá 5-0. Hrafn Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins áður en Elmar Kári Enesson Gocig fylgdi með tvö. Sigurður Gísli Bond Snorrason skoraði svo fjórða markið áður en Ásgeir Frank Ásgeirsson gerði það fimmta.

Grindavík vann 0-6 sigur á Elliða. Aron Jóhannsson gerði tvö mörk í leiknum. Hin fjögur mörkin skoruðu þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Sigurjón Rúnarsson, Kario Asa Jacob Edwards-John og Viktor Guðberg Hauksson.

Í öðrum leikjum unnu Haukar 4-1 sigur á Létti, Þróttur marði KFK 0-1 og KFG vann Augnablik svo eitthvað sé nefnt.

Öll úrslit kvöldsins
Reynir 6-1 Árbær
Grótta 8-0 KH
Boltafélag Norðfjarðar 0-2 Einherji
KFK 0-1 Þróttur R.
Afturelding 5-0 Ýmir
Elliði 0-6 Grindavík
Haukar 4-1 Léttir
KFB 0-15 Ægir
KFG 2-2 Augnablik (4-2 eftir framlengingu)
Vængir Júpíters 7-0 Álafoss
RB 10-4 Gullfálkinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“

Mjög hreinskilinn eftir stórsigur Arsenal – ,,Þetta er besta liðið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni