fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Regnbogafánar hugsanlega teknir af fólki í Katar – ,,Ekki koma og móðga samfélagið“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 2. apríl 2022 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að knattspyrnuáhugamenn á HM í Katar síðar á árinu fái ekki að bera regnbogafána. Það yrði gert til að ,,verja þau“ að sögn hershöfðingjans Abdulaziz Abdullah Al Ansari.

Samkynhneigð er bönnuð í Katar og geta karlmenn fengið allt að dauðarefsingu fyrir að vera í sambandi með öðrum mönnum.

Katar hefur áður sagt að landið muni bjóða samkynhneigð pör velkomin. Þá hefur FIFA sagst ætla að leyfa regnbogafána inni á völlunum.

Nú er hins vegar sett spurningamerki við það miðað við nýjustu ummæli Al Ansari. ,,Ef ég tek regnbogafána af stuðningsmanni er það ekki vegna þess að ég vil það eða að ég vilji móðga hann. Það yrði til að verja hann. Ef ég tek fánann ekki gæti einhver ráðist á hann.“

,,Ég get ekki tryggt það að allir hagi sér. Ég myndi segja stuðningsmanninum að það sé engin þörf á að vera með fánann hér.“

Al Ansari hélt áfram. ,,Fólk ætti að tjá þessa skoðun sína í samfélagi þar sem það er samþykkt. Fólk kaupir miða til að horfa á leik, ekki undirstrika pólitíska skoðun.“

,,Horfðu á leikinn. Það er fínt. En ekki koma og móðga allt samfélagið. Við erum hér til að stýra knattspyrnumóti.Við breytum ekki lögunum. Þið breytið ekki trú fólks á 28 daga heimsmeistaramóti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót
433Sport
Í gær

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans