fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

18 milljónir Úkraínumanna þurfa neyðaraðstoð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 05:54

Úkraínskir flóttamenn við komuna til Póllands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 18 milljónir Úkraínumanna þurfa á neyðaraðstoð að halda í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið og eyðileggingarinnar af völdum stríðsins. Þetta segir Francesco Rocca, yfirmaður alþjóðasamtaka Rauða krossins.

Sky News hefur eftir Rocca að úkraínski Rauði krossinn hafi náð til 400.000 Úkraínubúa frá því að stríðið hófst og hafi getað látið þeim matvæli, bedda, teppi, tjöld og vatn í té.

Hann ræddi við fréttamenn í Genf og sagði að stríðið hafi áhrif á alla þá sem eru í Úkraínu.

Á sama fréttamannafundi sagði Jarno Habicht, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, að 74 árásir hafi verið gerðar á heilbrigðisstofnanir í Úkraínu og hafi 72 látist í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Í gær

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum