fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Pressan

Þetta má aldrei þvo á stuttu prógrammi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. apríl 2022 16:00

Það þarf að þrífa þvottavélar. Mynd:Lindsey McIver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú vilt þvo á stuttu prógrammi í þvottavélinni þinni þá er eitt sem þú þarft að hafa sérstaklega í huga.

Það er ekki gott að þvo þungan þvott, til dæmis handklæði, á stuttu prógrammi því það getur eyðilagt tromluna. Daily Star skýrir frá þessu og vitnar í ráðleggingar frá verslunarkeðjunni Wades sem selur heimilistæki.

Eigandi keðjunnar sagði í nýlegu myndbandi að hann ráði fólki frá að þvo þungan þvott á stuttu prógrammi. Það séu til önnur og betri prógrömm til þess sem eyðileggi ekki tromluna.

„Ef þú ert með fullt af handklæðum, skaltu ekki nota stutt prógramm. Þú setur handklæðin í vélina, setur hana í gang, vatni er dælt inn og handklæðin verða mjög þung. 28 mínútur duga ekki til að tromlan geti skilið handklæðin að,“ sagði hann.

Hann sagði ef handklæði séu þvegin á stuttu prógrammi þá endi prógrammið á því að tromlan snúist hratt og ef handklæðin séu öll föst saman þá geti það eyðilagt tromluna. Hann ráðleggur fólki að nota prógramm upp á minnst 90 mínútur þegar handklæði eru þvegin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið