fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Arnar ónýtur í skrokknum eftir að hafa verið með á æfingu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. mars 2022 14:28

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson segir íslenska landsliðið stefna á sigur gegn Finnum á morgun. Arnar upplifði ekki marga sigra á sínu fyrsta ári í starfi.

Íslenska liðið vann aðeins smáþjóðirnar Liechtenstein og Færeyjar undir stjórn Arnars á síðasta ári, rír uppskera og eitthvað sem Arnar vill sjá bætingu á.

„Við ætlum okkur að ná í úrslit á morgun, það að þróa lið er líka að læra það að vinna leiki og ná í úrslit. Við einbeitum okkur núna að þessu verkefni, það er rosalega mikilvægt fyrir hópinn að vinna saman. Að við séum ekki bara með ellefu eða tólf leikmenn sem spila alltaf. Við erum með marga leikmenn á svipuðum stað á sínum ferli,“ sagði Arnar á fréttamannafundi á Spáni í dag.

Liðið mætir svo Spáni í næstu viku. „Leikurinn á móti Spánverjum er frábært tækifæri fyrir þjálfara, liðið og teymið til að spila við eitt af bestu liðum í heimi. Við erum að þróa okkar lið og okkar leikstíl, það er gott að fá mismunandi mótherja til að spila á móti.“

Arnar Þór tók þátt í æfingu landsliðsins á mánudag og hafði þetta að segja um hana. „Skrokkurinn er vonlaus, ég á ekki break í þá. Þetta var á æfingu á mánudaginn, leikmenn voru að týnast inn. Þetta voru tíu mínútur þar sem það vantaði einn til að klára æfinguna, ég var handónýtur í tvo daga eftir það.“

„Ég hef ekki tilkynnt byrjunarliðið á morgun, ég hef ekki tekið ákvörðun um seinni leikinn. Ég ætla að fá að kíkja hvernig leikurinn á morgun þróast. Það er ekki ætlunin að vera að skipta um markmann í leiknum á morgun, svo sjáum við hvernig þetta þróast og hvernig okkur líður. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára