fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Páskastjarnan Guðný María hefur ekki átt sjö dagana sæla: Bjó með tólf huldumönnum og rænd aleigunni á AA-fundi

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný María Arnþórsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn um páskana með lagi sínu Okkar okkar páska. Lagið er í dag vinsælasta lagið á Íslandi á Youtube, í fyrsta sæti á svokölluðum „trending“ lista. Frá því að Guðný María birti lagið þann 27. mars síðastliðinn hefur verið horft á myndbandið samtals ríflega 16 þúsund sinnum.

Guðný María ætti að vera lesendum DV vel kunnug. Í fyrra greindi DV frá því að Guðný María byggi með tólf Litháum, en að vísu hafði hún aldrei séð þessa menn. Guðný María hafði hvorki séð tangur né tetur af þessum mönnum og lýsti yfir furðu sinni á ástandinu. Hún sagði ástandið hafa valdið henni margvíslegu ónæði. „Þessir menn hafa aldrei búið hér og því skil ég ekki hvernig á þessu stendur. Það er eins og að það hafi spurst út að þetta væri heppilegt heimilisfang til að skrá sig og það hafi þessir einstaklingar gert,“ sagði Guðný María þá.

Það má segja að það hafi ekki verið á það bætandi fyrir Guðnýju Maríu því árið áður glataði hún aleigunni eftir AA-fund á Vogi, líkt og DV greindi frá. Þar hafði hún stýrt fundi en í töskunni voru voru tugir þúsunda í reiðufé, nýr farsími, hús- og bíllyklar hennar auk annarra verðmæta og metur hún tjónið á hátt í þrjú hundruð þúsund krónur. „Ég stóð sem nakin þarna á vaktinni, allslaus. Er ég öruggari á skuggalegum bar niðri í bæ þar sem lögreglan má hjálpa mér, en hjá SÁÁ?“ sagði Guðný María Arnþórsdóttir.

Í viðtali við Nútímann fyrr í dag sagði Guðný María að vinsældir lagsins síns kæmu sér lítið á óvart. „Ég er nú bara sveitastelpa úr Þingeyjarsveit en maður veit aldrei hvaða tónlist nær til fólks. Þetta lag er bæði einfalt og grípandi og fólk er fljótt að læra það,“ segir Guðný en myndbandið fræga má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Í gær

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?