fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Fundu örplast í mannsblóði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. mars 2022 17:00

Blóðflokkurinn skiptir máli. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn hafa vísindamenn fundið örplast í blóð manneskju. Við höfum eflaust flest heyrt um að örplast hafi fundist í ýmsum dýrum, þar á meðal sjávardýrum, en þetta er í fyrsta sinn sem það finnst í manneskju.

Það má kannski segja að örplast sé orðið hluti af umhverfinu þótt ekki sé það gott fyrir náttúruna. Nú er hægt að segja að það sé orðið enn stærri hluti af umhverfinu eftir að örplast fannst í mannsblóði.

The Guardian segir að vísindamenn hafi rannsakað blóð úr 22 blóðgjöfum og hafi örplast fundist í 80% sýnanna.

Þetta vekur að vonum miklar áhyggjur því óttast er að örplast sé allt annað en gott fyrir mannslíkamann en það er þó enn ekki vitað með vissu. Vitað er að plastið getur farið um líkamann með blóði og óttast er að það geti valdið tjóni á frumum en það hefur gerst í tilraunum á tilraunastofum.

Í um helmingi sýnanna var PET-plast en það er yfirleitt notað í drykkjarflöskur. Þriðjungur innihélt pólýstýrin sem er meðal annars notað í plastpakkningar. Fjórða hvert sýni innihélt pólýetýlen sem er meðal annars notað í innkaupapoka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Í gær

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?