fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Segir þetta vera stærstu mistök Pútín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. mars 2022 05:31

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er augljóst að innrás Rússa í Úkraínu hefur ekki gengið eins og þeir reiknuðu með og er fjarri því að vera eins auðveld og þeir virtust ganga út frá. Höfuðborgin Kyiv virðist vera óvinnandi vígi, að minnsta kosti að svo stöddu. Ýmislegt bendir til að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, eigi mikla sök á hversu illa hernaður Rússa hefur gengið að mati hernaðarsérfræðings en hann segir að Pútín hafi gert afdrifarík mistök.

Ekstra Bladet fékk Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðing við danska varnarmálaskólann, til að benda á þrjú stærstu mistök Pútín í tengslum við árásina.

Lélegar leyniþjónustuupplýsingar voru það fyrsta sem hann benti á. Hann sagði að Rússar hafi ekki unnið heimavinnuna sína hvað varðar upplýsingaöflun áður en þeir réðust inn í Úkraínu og að þeir hafi lagt rangt mat á úkraínskt samfélag. Ein stærstu mistökin séu vanmat á baráttuvilja og baráttugetu Úkraínumanna. „Þeir héldu að þeir væru að fara í litla hernaðaraðgerð, að varnir Úkraínumanna myndu ekki duga og að samfélagið myndi hrynja. Það gerðist ekki,“ sagði Nielsen.

Það næsta sem hann nefndi var að Rússar hafi lagt út í hernað án þess að vera með innrásaráætlun tilbúna. Þessu til stuðnings nefnir hann að fregnir hafi borist af að rússneski hermenn hafi lengi vel ekki vitað að þeir ættu að ráðast inn í Úkraínu. „Margt bendir til að þar til mjög seint í aðgerðinni hafi það verið leynilegt, líka innan hersins, að það ætti að gera innrás. Þeir hafa einfaldlega ekki gert nákvæma innrásaráætlun,“ sagði Nielsen.

Það þriðja sem hann nefndi til sögunnar eru léleg fjarskipti rússneska hersins og vandræði með birgðir og birgðaflutninga. Hann sagði að það hafi skort yfirsýn fyrir birgðamál og birgðaflutninga og það hafi gert Rússum erfitt fyrir: „Rússum hefur ekki tekist að tryggja að þeir gætu haldið bardögum áfram. Um leið og þeir voru komnir ákveðið langt inn í Úkraínu voru birgðaleiðirnar orðnar of langar og þeir urðu fljótt berskjaldaðir. Það hafði í för með sér að fremstu sveitir þeirra gátu ekki haldið dampi.“

Hann sagði að þeim hafi ekki tekist að tryggja flutninga á nauðsynlegustu birgðum til hersins. Til dæmis hafi það komið upp í upphafi innrásarinnar að brynvarin ökutæki urðu bensínlaus. Ekki hafi tekist að koma nægilegu eldsneyti, skotfærum og mat til fremstu hersveitanna og þetta sé vandi sem Rússar glími enn við, ekki síst vegna þess að Úkraínumönnum hafi tekist vel upp í að ráðast á birgðaleiðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“