fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

„Ég er djúpt snortin af þakklæti“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. febrúar 2022 21:30

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir var kosinn formaður KSÍ á ný á ársþingi KSÍ sem fram fór í dag. Sævar Pétursson var mótframbjóðandi Vöndu.

Vanda fékk 105 atkvæði en Sævar fékk 44 atkvæði og því um öruggan sigur Vöndu að ræða.

Vanda sendi frá sér yfirlýsingu á facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn.

„Ég er djúpt snortin af þakklæti fyrir þennan mikla stuðning. Ég vil þakka Sævari fyrir drengilega kosningabaráttu, kosningahópnum mínum kærlega fyrir hjálpina, vinum og fjölskyldu fyrir allan stuðninginn, Kobba og börnunum mínum fyrir endalausa hvatningu og ást, fólki alls staðar úr samfélaginu fyrir pepp og stuðning og síðast en ekki síst þessari mögnuðu knattspyrnuhreyfingu fyrir ótrúlega kosningu. Ég er nánast orðlaus og get ekki beðið eftir að vinna með ykkur öllum,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, nýkjörinn formaður KSÍ á facebook síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð
433Sport
Í gær

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Í gær

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar
433Sport
Í gær

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins