fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Rússum meinuð þátttaka í Eurovision

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. febrúar 2022 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ákveðið að meina Rússlandi að taka þátt í Eurovision-keppninni í ár. Þetta er viðsnúningur hjá sambandinu en í gær tilkynntu þau að Rússar yrði boðnir velkomnir í keppnina þrátt fyrir innrásina í Úkraínu þar sem keppnin væri í eðli sínu ópólitísk. Í yfirlýsingu EBU segir:

„Þessi ákvörðun endurspeglar þær áhyggjur, að í ljósi fordæmalausrar krísunnar í Úkraínu, muni þátttaka rússneska atriðisins á þessu áru varpa rýrð á keppnina.

Áður en þessi ákvörðun var tekin ráðfærði EBU sig ítarlega við aðildarríki sín.“

Í yfirlýsingu kemur einnig fram að sambandið sé eftir sem áður ópólitískt og muni áfram vinna að því að vernda gildi þessarar menningarlegu keppni sem sé sameiningartákn þjóða og fagni fjölbreytileika í gegnum tónlist þar sem Evrópa er sameinuð á einu sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“