fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Kári Árnason til liðs við Viaplay ásamt félögunum í Steve Dagskrá

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. febrúar 2022 09:12

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuhetjan Kári Árnason hefur gengið til liðs við Viaplay. Hann verður hluti af teymi sérfræðinga sem mun fjalla um Meistaradeild Evrópu og landsleiki í knattspyrnu. Auk Kára munu þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, umsjónarmenn hlaðvarpsins Steve Dagskrá, einnig koma að umfjöllun um knattspyrnu á Viaplay.

Kára Árnason þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hann á að baki glæstan feril bæði hérlendis og erlendis, að ógleymdum landsliðsferlinum. Hann varð sænskur meistari og bikarmeistari með Djurgården 2005 og aftur sænskur meistari með Malmö FF 2016. Á atvinnumannaferli sínum lék hann einnig með liðum á borð við Aberdeen FC, AGF Aarhus, Rotherham United, Plymouth Argyle og fleirum.

Kári var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst alla leið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016 og lék á HM í Rússlandi tveimur árum síðar.

Árið 2019 kom sneri Kári heim úr atvinnumennskunni og gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Víking. Með liði Víkings varð hann bikarmeistari 2019 og Íslands- og bikarmeistari 2021, áður en hann lagði skóna á hilluna.

„Viaplay hefur verið að gera mjög góða hluti og þar hefur verið mikill uppgangur í vandaðri og skemmtilegri íþróttaumfjöllun. Ég er mjög spenntur að ganga til liðs við Viaplay og verða hluti af frábæru sérfræðingateymi, ásamt Rúrik Gíslasyni félaga mínum og öllum hinum snillingunum þar. Ég hef lifað og hrærst í fótbolta alla tíð og ég vona að reynsla mín sem fyrrum atvinnumaður muni nýtast á skjánum,“ segir Kári Árnason.

Félagarnir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson standa fyrir hlaðvarpinu Steve dagskrá.

Félagarnir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson eru knattspyrnuáhugamönnum einnig að góðu kunnir. Þeir hafa slegið í gegn með hlaðvarpi sínu Steve Dagskrá, þar sem umræða um fótbolta er í forgrunni en þeir hika þó ekki við að ræða önnur málefni sem eru í brennidepli hverju sinni. Hlaðvarpið hefur notið mikilla vinsælda síðan það hóf göngu sína árið 2019.

Framundan er algjör fótboltaveisla á Viaplay. Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Sambandsdeild Evrópu og þýska Bundesligan verða í beinni útsendingu og allir stærstu leikirnir verða krufnir til mergjar af sérfræðingum Viaplay. Fyrstur á dagskrá er stórleikur Paris Saint Germain og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu 15. febrúar kl. 19:15.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Í gær

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri