fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Vilhjálmur nær ekki upp í nefið á sér yfir sýndarmennskunni – „Þetta er svo mikið kjaftæði að það nær engu tali“

Eyjan
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á „sýndarmennsku“ stjórnmálamanna í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði í fréttum að skoða þurfi kosti og gala þess að fjarlægja húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni því hann keyri verðbólguna upp. Bendir Vilhjálmur á að verkalýðshreyfingin hefur árum saman bent á þetta saman, án þess að brugðist hafi verið við því.

„Mér flökrar yfir yfirborðs- og sýndarmennskunni í íslenskum stjórnmálamönnum en í gær var Sigurður Ingi innviðaráðherra í fréttum og nefndi að núna þyrfti að skoða kosti og galla þess að taka húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni í ljósi þess að sá liður væri að keyra verðbólguna upp,“ skrifar Vilhjálmur á Facebook.

„Hvað er að íslenskum stjórnmálamönnum? Við erum búin að benda á þetta í fjölmörg ár að húsnæðisliðurinn sé megin orsakavaldurinn fyrir verðbólgu á Íslandi og þetta vita stjórnmálamenn algjörlega.

Muna stjórnmálamenn ekki eftir svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um áhrif húsnæðisliðar á verðtryggðar skuldir heimilanna frá árinu 2013 til 2017? Til upprifjunar þá kom fram í svari fjármálaráðherra að húsnæðisliðurinn einn og sér hafi kostað íslensk heimili 118 milljarða á þessu 4 ára tímabili, já 118 milljarða!“

Grátbrosleg sýndarmennska

Vilhjálmur segir þessa sýndarmennsku grátbroslega því þetta sé ekki nýtt vandamál sem hafi ítrekað komið til umræðu í gegnum árin.

„Skoðum verðbólguna 10 ár aftur í tímann eða frá janúar 2012 til janúar 2022. Samkvæmt Hagstofunni hefur verðbólgan á Íslandi hækkað um 33,7% á síðustu 10 árum með húsnæðisliðnum en án húsnæðisliðar hefur verðbólgan hækkað um einungis 18,8%.

Hugsið ykkur að uppundir 50% af allri verðbólgu er knúin áfram vegna húsnæðisliðarins í vísitölunni með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóð sem er með stóran hluta sinna skulda beintengdan við neysluvísitöluna í gegnum verðtrygginguna. Þessu til viðbótar horfir Seðlabankinn á verðbólguna þegar hann er að taka ákvörðun um að hækka stýrivextina.“

Ekki lægri vöxtum um að kenna

Það sé húsnæðisliðurinn sem knúi tannhjól verðbólgunnar hér á landi og það séu stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, sem beri ábyrgðina á meðan heimilin borgi reikninginn. Vilhjálmur segir það sorglegt að sjá stjórnmálamenn nú reyna að halda því fram að vaxtalækkanir árið 2019 hafi valdið því að húsnæðisliðurinn hækkaði ört. Það sé hreinlega kjaftæði.

„Þetta er svo mikið kjaftæði að það nær engu tali enda er þetta vandamál með húsnæðisliðinn búið að vera við lýði um áratuga skeið og hefur ekkert með lækkun vaxta að gera. Hækkun á húsnæðisverði er knúið áfram vegna lóða-og framboðsskorts sem sveitarfélög og stjórnvöld bera 100% ábyrgð á.“

Vilhjálmur segir að það hafi verið ömurlegt að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hafi ýjað að því að lækkun vaxta bæri ábyrgð á hækkuðu húsnæðisverði. Þar með sé hann að firra sig ábyrgð.

„Þarna er borgarstjóri algjörlega að firra sig ábyrgð á því að lóðaskortur í Reykjavík sé aðalorsök fyrir hækkandi fasteignaverði. Fólk slæst um hverja íbúð vegna framboðsskorts, það er ástæðan.“

Telur Vilhjálmur að stjórnmálamenn ættu að hætta sýndarmennskunni og taka frekar á málum á borð við mælingu á húsnæðislið. Það skipti þjóðina mun meira máli.

„Mál sem hleypur á tugum milljarða fyrir heimilin, neytendur og fyrirtæki í þessu landi“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“