fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Arnar Þór: „Er eitthvað sem við verðum að taka stór skref í mjög fljótt“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 17:48

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands var þokkalega sáttur eftir 1-1 jafntefli gegn Úganda í æfingaleik í dag.

Leikið var í Belek í Tyrklandi en Jón Daði Böðvarsson skoraði eina mark Íslands í upphafi leiks.

„Leikurinn spilaðist eins og við bjuggum við miðað við þær greiningar sem við fengum frá Úganda. Sjö leikmenn sem spiluðu flesta leiki í undankeppni sem þeir voru í. Þetta voru allt mjög lokaðir leikir hjá þeim, leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Við byrjuðum vel, skorum gott mark. Það sem við töluðum um í hálfleik voru síðustu tuttugu mínútur í fyrri hálfleik, gefum víti og misstum tökin á einn og einn stöðunni, vinna annan boltann. Mér fannst við matcha það vel í seinni hálfleik, kraftinn og hraðann. Þetta var mjög lokað, við fengum það í seinni hálfleik nokkur augnablik sem við hefðum getað tekið sigurinn. Þetta spilaðist eins og við vissum að þetta gæti orðið,“ sagði Arnar.

Um er að ræða hálfgert B-lið Íslands þar sem bestu menn liðsins fá ekki leyfi að spila utan glugga, ekki er um að ræða alþjóðlega leikdaga.

„Ég er mest ánægður með að sjá að þetta er A-landsliðsleikur, það er pressa og ákveðið stress. Ég er að leita að svörum, sjá hverjir taka skrefið upp á þetta stig. A-landsleikur er hærra stig en U21 leikur eða hjá félagsliði, ég var mest sáttur við að fá jákvæð svör.“

Jón Daði hefur ekkert spilað í fimm mánuði hjá Milwall og leitar sér nú að nýju liði.

„Ég er sérstaklega ánægður fyrir hans hönd, skoraði frábært mark. Þessi er strákur er búinn að gefa öllum svo mikið, þetta er rosalega mikilvægt fyrir hann. Spila þennan leik eftir mjög erfiða mánuði hjá Milwall, að koma inn með þessa frammistöðu. Að hann hafi haldið út í þennan klukkutíma lýsir honum vel, hann er mikill atvinnumaður. Hann hefur greinilega æft vel, i. Það er mikilvægt að hann finni sér stað þar sem honum líður vel og getur spilað fótbolta. Fundið gleðina aftur, ég finn það undanfarna daga og samtölin við hann að hann er rosalega ánægður að vera hérna.“

Ari Leifsson gerði klaufaleg mistök þegar hann gaf Úganda vítaspyrnu í leiknum en fleiri mistök voru gerð áður.

„Þetta er það sem við erum að tala um, munurinn á þessu leveli og levelinu þar undir. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka stór skref í mjög fljótt allir saman. Þetta snýst ekki um einstaklinginn, vítið sem við fáum á okkur í dag. Við gerum 4-5 mistök áður en vítið er dæmt, að gera mistök er í lagi en við þurfum að covera hvorn annan. Þetta er sá hlutur sem við þurfum að laga mjög hratt,“ sagði Arnar.

Fimm leikmenn komu ekki við sögu í leiknum í dag en þeir spila allir á laugardag gegn Suður-Kóreu.

Það er ætlunin, að sjálfsögðu er það ætlunin að gefa öllum leik. Ég talaði um Damir fyrir verkefnið, hann er búinn að vera mjög góður og hrifið mig. Það að hann hafi ekki spilað í dag það þýðir ekki að hann spili ekki næsta leik, hvort allir byrji inná verður að koma í ljós. Við eigum eftir að meta skaðann og hvernig við setjum upp leikinn,“ sagði Arnar.

Stefán Teitur Þórðarson hefur yfirgefið hópinn vegna meiðsla og Brynjólfur Willumsson er enn í einangrun með COVID-19.

„Brynjólfur er í smá einangrun, hann er með fótboltavöll fyrir utan herbergið þar sem hann getur tekið æfingar. Við getum ekki haft samskipti við hann. Stefán Teitur er out og er á leiðinni heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla