fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Hópsmit meðal sjúklinga og starfsfólks á Vogi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 07:02

mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópsmit kórónuveiru er komið upp á sjúkrahúsinu Vogi. Smit eru meðal sjúklinga og starfsfólks. Í gærkvöldi var búið að staðfesta tíu smit með hraðprófum og beðið var eftir niðurstöðum úr PCR-prófum sem voru tekin í gær.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Hún sagði að gengið sé út frá því að jákvæðu hraðprófin séu einnig jákvæð. „Við gerum ráð fyrir því að þetta séu nú ekki tíu fölsk hraðpróf,“ sagði hún.

Hún sagði að hratt hafi verið brugðist við og allir þeir sem greindust jákvæðir séu í sóttkví og einangrun og búið sé að hafa samband við sjúklinga og starfsfólk.

Hún sagði að mikil röskun verði á starfseminni á Vogi næstu daga. Allir sjúklingarnir séu nú í sóttkví og væntanlega fari þeir flestir ef ekki allir heim í sóttkví. Ekki verður tekið á móti nýjum sjúklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs