fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sýnataka vegna COVID-19 fellur niður í dag á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Vopnafirði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 03:51

Mynd: Landspítalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að aflýsa áður auglýstri sýnatöku vegna COVID-19 á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Vopnafirði í dag, mánudaginn 3. janúar. Ástæðan er mjög slæm veðurspá.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fram kemur að tilkynnt verði um nýja sýnatökutíma í dag eða á morgun á heimasíðu og fésbókarsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands og í tilkynningu frá aðgerðarstjórn á Austurlandi.

Þeir sem hafa einkenni COVID-19 smits eru beðnir um að halda sig heima og forðast umgengni við aðra.

Samkvæmt veðurspá er spáð norðvestan 20-28 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Víða verður skafrenningur með lélegu skyggni og éljum. Mjög slæmt ferðaveður verður í dag og hvetur lögreglan íbúa til að huga að lausamunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings