Kevin McCarthy, þingmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gerði sér lítið fyrir og sló ræðulengdarmet neðri deildar nú nýliðna nótt. Hóf Kevin ræðuhald sitt klukkan 8:38 í gærkvöldi í Washingtonborg og lauk ekki máli sínu fyrr en snemma á föstudagsmorgun. Samtals talaði Kevin í átta klukkustundir og 32 mínútur. Sló Kevin þar með met pólitísks andstæðings síns, Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildarinnar, síðan 2018, sem þá talaði í rétt rúmar átta klukkustundir og þá um innflytjendamál.
Til umræðu var 1.900.000.000.000 dala fjárlagafrumvarp, sem er jafnframt ein megin stoð efnahagsáætlunar Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Málið er enn til umræðu í neðri deildinni en búist er við að það verði samþykkt þar í dag. Þingskapareglur um ræðutíma og meðferð eru talsvert stífar í neðri deildinni en þeirri efri, enda 435 þingmenn þar saman komnir. Samþykkir fulltrúadeildin frumvarpið fer það til efri deildarinnar, öldungadeildarinnar, sem þarf þá að samþykkja sama frumvarp. Í öldungadeildinni sitja aðeins 100 þingmenn. Sökum fæðarinnar þar samanborið við í fulltrúadeildinni eru reglur þar rýmri og maraþon ræður eins og sú sem Kevin flutti síðastliðna nótt töluvert algengari.
Samþykkja báðar deildir frumvarpið fer það á borð forsetans sem ýmist samþykkir þau eða synjar.
Stormræðu Kevins má sjá hér að neðan.