fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Sló ræðulengdarmet í fulltrúadeildinni í nótt

Heimir Hannesson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 17:00

Kevin McCarthy mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin McCarthy, þingmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, gerði sér lítið fyrir og sló ræðulengdarmet neðri deildar nú nýliðna nótt. Hóf Kevin ræðuhald sitt klukkan 8:38 í gærkvöldi í Washingtonborg og lauk ekki máli sínu fyrr en snemma á föstudagsmorgun. Samtals talaði Kevin í átta klukkustundir og 32 mínútur. Sló Kevin þar með met pólitísks andstæðings síns, Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildarinnar, síðan 2018, sem þá talaði í rétt rúmar átta klukkustundir og þá um innflytjendamál.

Til umræðu var 1.900.000.000.000 dala fjárlagafrumvarp, sem er jafnframt ein megin stoð efnahagsáætlunar Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Málið er enn til umræðu í neðri deildinni en búist er við að það verði samþykkt þar í dag. Þingskapareglur um ræðutíma og meðferð eru talsvert stífar í neðri deildinni en þeirri efri, enda 435 þingmenn þar saman komnir. Samþykkir fulltrúadeildin frumvarpið fer það til efri deildarinnar, öldungadeildarinnar, sem þarf þá að samþykkja sama frumvarp. Í öldungadeildinni sitja aðeins 100 þingmenn. Sökum fæðarinnar þar samanborið við í fulltrúadeildinni eru reglur þar rýmri og maraþon ræður eins og sú sem Kevin flutti síðastliðna nótt töluvert algengari.

Samþykkja báðar deildir frumvarpið fer það á borð forsetans sem ýmist samþykkir þau eða synjar.

Stormræðu Kevins má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð