fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Tómas Þór segir: „Þeir eru að borga Hannnesi milljónir fyrir að gera ekkert“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 09:24

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson stjórnandi útvarpsþáttarins Fótbolta.net á X977 telur að Hannes Þór Halldórsson fari í KR eða hætti í fótbolta.

Hannes samdi um starfslok við Val í síðustu viku en Tómas segir ljóst að stjórnarmenn á Hlíðarenda hafi þurft að millifæra nokkrar milljónir inn á Hannes.

Valur hafði fengið Guy Smith til félagsins og því var framtíð Hannesar í óvissu, pillur gengu manna á milli í fjölmiðlum og að lokum var samið um starfslok.

„Það er ljóst að miðað við það sem maður hefur heyrt hvað Hannes var með í laun – sem var jafnmikið og hann átti skilið fyrir það sem hann hefur gert á sínum ferli og líka fyrir Val – að þetta hefur verið fjandi góð summa út í buskann fyrir Val. Þeir eru að borga honum einhverjar milljónir fyrir að gera ekkert,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

Talað hefur verið um að Hannes hafi verið 1,4 milljón á mánuði hjá Val en hann átti ár eftir af samningi sínum á Hlíðarenda.

Hannes kvaðst í síðustu viku meðvitaður um áhuga Leiknis sem er hann uppeldisfélag, Tómas telur ansi litlar líkur á því að Hannes fari þangað og segir. „Já, en mjög litlar líkur á því. Ég held að hann hætti eða fari í KR,“ svaraði Tómas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu