fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Dagný segir leik morgundagsins ótrúlega mikilvægan – ,,Við ætlum okkur á HM“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 13:46

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og West Ham, býst við erfiðum leik á morgun er íslenska liðið tekur á móti Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

Íslenska liðið hefur áður spilað við það tékkneska og veit svona nokkurn veginn við hvernig leik er að búast á morgun.

„Við spiluðum við þær úti árið 2017. Það var erfiður leikur, hörkuleikur og færi á báða bóga. Við reiknum með því líka á morgun.“ Ég held að þetta verði physical leikur. Við erum fastar fyrir og látum finna fyrir okkur en te´kakarnir eru alveg eins, þetta verður hörku leikur,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska liðsins.

Dagný segir leikinn á morgun mjög mikilvægan í ljósi þess að liðið ætli sér að komast á Heimsmeistaramótið.

,,Hann er ótrúlega mikilvægur. Annar leikurinn og við ekki enn komin með stig og tékkarnir komnir með fjögur stig. Auðvitað getur margt skeð hvernig sem hann fer en auðvitað ætlum við að fara í leikinn með það að markmiði að taka þrjú stig. Við ætlum okkur á HM og hvert stig skiptir máli í þeirri baráttu. Ef við ætlum að eiga séns á efsta sæti riðilsins þá verðum við að taka þrjú stig á morgun,“  sagði Dagný.

Dagný spilar úti í Englandi með félagsliði sínu West Ham United. Hún segir umgjörðina í kringum liðið mjög gott og að hún sé í umhverfi sem geri sér kleift að bæta sig sem knattspyrnukonu.

,,Ég fíla mig mjög vel þarna úti. Það er flott umgjörð í kringum liðið og liðið er mjög gott. Tímabilið hefur farið vel af stað en við höfum verið að tapa stigum í leikjum sem við hefðum átt að taka þrjú stig úr. Annars er þetta skemmtilegt og fyrst og fremst umhverfi sem ég finn að ég geti bætt mig í,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og West Ham.

Leikur Íslands og Tékklands fer fram á Laugardalsvelli á morgun og hefst klukkan 18:45.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ræddu mikilvægi dagsins í dag – „Það er kannski dramatískt að segja það“

Ræddu mikilvægi dagsins í dag – „Það er kannski dramatískt að segja það“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sögðu takk en nei takk við Tottenham

Sögðu takk en nei takk við Tottenham
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea