fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Orð Solskjærs um Rashford hafa fallið í grýttan jarðveg

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athugasemdir Ole Gunnars Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United í garð Marcusar Rashford, eftir 4-2 tap liðsins gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina, hafa fallið í grýttan jarðveg hjá fólki sem hefur unnið náið með Rashford í gegnum tíðina.

Rashford sneri aftur í leikmannahóp Manchester United um helgina eftir erfið axlarmeiðsli. Leikmaðurinn kom inn á í seinni hálfleik og  tókst meðal annars að skora seinna mark liðsins í tapinu.

Manchester United á erfitt leikjaprógram framundan þar sem meðal annars Liverpool, Tottenham, Manchster City, Chelsea og Arsenal. Solskjær vill að Rashford, sem hefur verið ötull baráttumaður fyrir yngri kynslóðina í Bretlandi og vakið athygli á fátækt og hungursneyð, einbeiti sér að knattspyrnuiðkun næstu vikurnar. Rashford hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir sín störf.

Heimildir The Athletic herma að athugasemdir Solskjær hafi fallið í grýttan jarðveg hjá fólki sem er vel tengt Rashford. Fulltrúar Manchester United vilja meina að orð Solskjærs hafi verið mistúlkuð.

,,Þið vitið hvað hann hefur gert utan vallar, hann hefur gert frábæra hluti. En nú er kannski kominn tími til fyrir hann að setja knattspyrnuna í forgang og einbeita sér að henni,“ sagði Solskjær við fjölmiðla.

Rashford hefur áður þurft að sitja undir slíkri gagnrýni sem er á þá leið að hann eigi að einbeita sér meira að knattspyrnuiðkun. Hann hefur sjálfur fordæmt slíka gagnrýni og hefur áður sagt að það liggi enginn vafi á því að hann leggi sig allan fram fyrir sitt félag.

Rashford á að baki 272 leiki fyrir Manchester United, í þeim leikjum hefur hann skorað 89 mörk og gefið 56 stoðsendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm