fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Óeirðir brutust út á áhorfendapöllunum í leik Englands og Ungverjalands

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 12. október 2021 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átök brutust út á milli stuðningsmanna ungverska landsliðsins í fótbolta og lögreglunnar á Wembley leikvangnum í leik Englands og Ungverjalands í kvöld. BBC segir frá.

800 áhangendur ungverska landsliðsins ferðuðust til London fyrir leikinn gegn Englandi og sumir þeirra bauluðu er leikmenn Englands krupu á hné í upphafi leiks.

Samkvæmt Metropolitan lögreglunni hófust átökin þegar lögreglan lagði leið sína yfir í áhorfendastúku Ungverjalands eftir að stuðningsmaður liðsins lét rasísk ummæli falla í garð vallarstarfsmanns.

Óeirðalögreglan var kölluð út eftir því sem átökin ágerðust og mætti með kylfur í áhorfendastúkuna. Stuðningsmenn heimaliðsins bauluðu á meðan á slagsmálunum stóð og lögreglumennirnir voru farnir að hörfa undan þegar að loks komst ró á ástandið.

John Murray, lýsandi leiksins á BBC sagði: „Það eru slagsmál í gangi. Þetta er skelfilegt í rauninni. Það virðist vera að senda vallarstarfsmennina burt. Tugir stuðningsmanna Ungverjalands virðast vera að neyða þá til að hörfa. Þetta eru alvöru átök. Það er ekkert að róast. Þetta eru alvöru slagsmál. Þetta eru áhyggjufullar svipmyndir,“ sagði Murray.

Stuðningsmenn Ungverjalands kveiktu síðar á blysum þegar liðið komst í forystu með marki úr vítaspyrnu.

Við vitum af atviki sem átti sér stað í útivallarstúkunni í leik kvöldsins á undankeppni HM 2022. Við munum rannsaka málið og gefa skýrslu til FIFA,“ sagði í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“