fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Arnar tók ákvörðun um Aron Einar eftir fund með Vöndu – „Þú þarft ekki að vinna fyrir NASA til að sjá hvaða ákvörðun við tókum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. október 2021 15:28

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands segist hafa tekið ákvörðun um að velja ekki Aron Einar Gunnarsson í hóp sinn eftir fund með Vöndu Sigurgeirsdóttur. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á laugardag en Arnar fundaði með henni fyrir þann tíma.

Arnar opinberaði hóp sinn snemma á fimmtudag en síðar um daginn kom fram í fréttum RÚV að lögreglan hefði hafið rannsókn á meintu kynferðisbroti Arons og annars knattspyrnumanns frá árinu 2010.

Arnar sagði á fundi sínum í síðustu viku að hann hefði tekið ákvörðunina um að velja ekki Aron Einar í hópinn og útskýrði mál sitt svo betur í dag. „Málið var það að ég flaug til Íslands á þriðjudaginn. Aron Einar tilkynnti okkur á þriðjudag að hann væri klár í verkefnið. Við þurftum að fá upplýsingar til að taka ákvörðun. Ég byrjaði á að eiga fund með fráfarandi stjórn og talaði svo við Vöndu. Það vita allir núna hvernig staðan er, á fimmtudag var mjög erfitt að útskýra stöðuna. Það er ekki í okkar verkahring að nafngreina menn eða vinna í þessum málum og það er ekki í ykkar verkahring að nafngreina menn,“ sagði Arnar Þór á fundi dagsins.

Arnar segist hafa lagt öll spilin á borðið fyrir Vöndu og síðan tekið ákvörðun eftir samtal þeirra. „ Ég lagði spillin á borðið við Vöndu og þú þarft ekki að vera vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar.

Í síðasta verkefni ákvað fráfarandi stjórn að taka Kolbein Sigþórsson úr hópnum, Arnar vildi ekki að sú staða kæmi aftur upp. Sökum þess tók hann ákvörðunina eftir fund með Vöndu en fráfarandi stjórn hafði látið vita að hún myndi ekki skipta sér af málinu.

„Vanda var mjög heiðarleg, hún var ekki kjörinn formaður þarna. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja. Það gerðist í síðasta glugga að Kolbeinn var tekinn út, þar sem okkur var bannað að velja hann. Þú vilt það ekki sem þjálfari. Við settum okkur í spor nýrrar stjórnar og tókum ákvörðun út frá því. Þetta var krefjandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögðu takk en nei takk við Tottenham

Sögðu takk en nei takk við Tottenham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi