fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ökumaður rafskutlu slasaðist – Klósettum stolið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 07:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfa tímanum í gærkvöldi slasaðist ökumaður rafskutlu þegar hann féll af henni. Hann var fluttur á bráðadeild með sjúkrabifreið. Í Garðabæ var tilkynnt um þjófnað úr nýbyggingu síðdegis í gær. Þar var verkfærum og þremur klósettum stolið.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um innbrot í heimahús síðdegis í gær. Þar var raftækjum stolið.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi veittust tveir menn að þeim þriðja í Hlíðahverfi. Þeir skemmdu einnig bifreið hans. Þeir voru á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang.

Í Bústaða- og Háaleitishverfi var ekið á kyrrstæða bifreið í bifreiðastæði á tólfta tímanum. Ökumaðurinn reyndist ekki í ástandi til að stjórna ökutæki.

Í Árbæ varð minniháttar umferðaróhapp á tíunda tímanum. Minniháttar slys urðu á fólki.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Í bifreið annars þeirra fundust meint fíkniefni og hinn ökumaðurinn reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings