fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Arnar áfram með KA – Getur tryggt magnaðan árangur á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson verður áfram þjálfari KA í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð. Félagið hefur staðfest þetta.

Arnar tók við KA um miðjan júlí í fyrra. Þá var liðið aðeins með 4 stig eftir sex umferðir í Pepsi Max-deild karla. Undir hans stjórn endaði KA í sjöunda sæti deildarinnar.

Í ár hefur gengi Akureyringa verið frábært. Liðið er í þriðja sæti með 39 stig þegar ein umferð er eftir.

KA mætir FH á Greifavellinum í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á morgun. Vinni liðið þann leik tryggir það sér þriðja sæti deildarinnar, sem gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

,,Ekki einungis hefur Arnar leitt árangur liðsins innan vallar, sem verið hefur til fyrirmyndar, heldur hefur hann komið með sína miklu þekkingu á alþjóðlegri knattspyrnu inn í allt starfið í kringum knattspyrnudeild KA. Þannig er allt þjálfarateymið skipulagt til að þroska leikmenn og liðsheild þannig að bæði félagið sem og einstaklingar innan liðanna nái stöðugt að bæta sig,“ er á meðal annars sem stóð í yfirlýsingu KA um áframhaldandi veru Arnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“