fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Arnar áfram með KA – Getur tryggt magnaðan árangur á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson verður áfram þjálfari KA í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð. Félagið hefur staðfest þetta.

Arnar tók við KA um miðjan júlí í fyrra. Þá var liðið aðeins með 4 stig eftir sex umferðir í Pepsi Max-deild karla. Undir hans stjórn endaði KA í sjöunda sæti deildarinnar.

Í ár hefur gengi Akureyringa verið frábært. Liðið er í þriðja sæti með 39 stig þegar ein umferð er eftir.

KA mætir FH á Greifavellinum í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á morgun. Vinni liðið þann leik tryggir það sér þriðja sæti deildarinnar, sem gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

,,Ekki einungis hefur Arnar leitt árangur liðsins innan vallar, sem verið hefur til fyrirmyndar, heldur hefur hann komið með sína miklu þekkingu á alþjóðlegri knattspyrnu inn í allt starfið í kringum knattspyrnudeild KA. Þannig er allt þjálfarateymið skipulagt til að þroska leikmenn og liðsheild þannig að bæði félagið sem og einstaklingar innan liðanna nái stöðugt að bæta sig,“ er á meðal annars sem stóð í yfirlýsingu KA um áframhaldandi veru Arnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona