fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Hugi hættir í The Mike Show – Umdeild ummæli féllu á dögunum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. september 2021 20:00

Stjórnendur The Mike Show, Hugi er lengst til vinstri á myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugi Halldórsson hefur sagt skilið við íþróttahlaðvarpið The Mike Show en Hugi var einn af þáttastjórnendum hlaðvarpsins. Hugi greindi frá þessu í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni en undanfarið hefur mikið gustað um hlaðvarpið og umdeild ummæli úr því hafa verið harkalega gagnrýnd.

Það vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum þegar styrktaraðilar The Mike Show sögðu skilið við þáttinn í kjölfar ummæla sem Hugi lét falla um Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og formann jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands. Hugi baðst innilegrar afsökunar á ummælunum sem um ræðir og vakti afsökunarbeiðni hans einnig mikla athygli.

„Undanfarið hefur samfélagsleg umræða opnað augu mín fyrir því hvernig raunveruleikinn er og hversu eitraður þessi heimur er. Þetta þarf að breytast. Við þurfum að endurhugsa allt það viðhorf sem mætir bæði stúlkum og drengjum í íþróttum,“ sagði Hugi til að mynda í afsökunarbeiðninni. „Ég stend alltaf með þolendum og fordæmi hverskonar ofbeldi. Heimurinn þarf að breytast, hann mun breytast og ég ætla að byrja á mér“

Lesa meira: Styrktaraðilar yfirgefa einn vinsælasta hlaðvarpsþátt landsins eftir umdeild ummæli – Hugi biðst afsökunar – „Mér urðu á mistök“

Nú á dögunum féllu svo önnur umdeild ummæli í þættinum en þau komu frá öðrum þáttastjórnanda The Mike Show, Sigurði Gísla Bond Snorrasyni, sem sagði að Edda Falak, þjálfari, áhrifavaldur og hlaðvarpsstjórnandi, væri lygasjúk.

„Ég komst að því að Edda Falak er leiðinlegasta manneskja á Íslandi og lygasjúk,“ sagði Sigurður í þættinum en síðan þá hefur mikið verið rætt um The Mike Show á samfélagsmiðlinum Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Í gær

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 3 dögum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 3 dögum

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“