fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Sonur Hannesar hugsi þegar heim var komið á miðvikudag – „Hvernig er hann miklu betri í marki en þú?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. september 2021 10:57

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson er hættur með landsliðinu, þessi magnaði markvörður lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi á miðvikudag.

Hannes hefur spilað með landsliðinu í tíu ár og er að margra mati besti markvörður í sögu Íslands. Hann birti í gær myndir á Facebook síðu sinni þar sem hann sést ræða við Manuel Neuer, markvörð Þýskalands. Eldri börn Hannesar standa þar með honum og drengurinn ungi horfir stjarfur á Neuer.

„Stákurinn veit allt um markvörslu og Manuel Neuer, þetta var mjög stór stund fyrir hann. Hann kom heim um kvöldið og var hugsi, ´Pabbi ef Manuel Neuer er yngri en þú, hvernig er hann miklu betri í marki en þú?´. Hann er fimm ára, eins og staðan er núna þá nánast sefur hann með markmannshanskana. Hann er að æfa sig endalaust, það er eitthvað í honum,“ sagði Hannes í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hannes útskýrði svo ákvörðun sína að hætta með landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég tók þessa ákvörðun, það var margt við það. Ég er búin að vera í tíu ár í landsliðinu, ég spilaði fyrsta landsleikinn í september árið 2011. Síðan hefur þetta verið að gerast, við duttum út í umspili á EM á hræðilegan hátt síðasta haust. Ég ætlaði að fara á EM og kalla þetta gott, á Wembley hélt ég að þetta væri komið. Riðlarnir voru dregnir og okkur fannst það raunhæfur möguleiki að fara á eitt stórmót í viðbót, það var ekkert annað en að taka slaginn. Það er fullt af frábærum markvörðum í liðinu, maður skynjar að tíminn sé kominn á þetta. Það er fínt að taka ákvörðun og eyða allri óvissu,“ sagði Hannes en íslenska landsliðinu hefur ekki vegnað vel í undankeppni HM.

„Þetta var rétt ákvörðun, það er ekki langt eftir af riðlinum en síðustu leikirnir eru spilaðir í nóvember og mótið okkar klárast eftir nokkrar vikur. Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn til að segja bless, gegn best markverði í heimi,“ sagði Hannes sem spilar með Val í efstu deild karla.

Hannes er sáttur með ákvörðunina þó söknuður geri vart við sig. „Maður finnur það núna, þrátt fyrir að ég sé ánægður með ákvörðunina. Þetta hefur verið stór hluti af manni í tíu ár, það örlar á söknuði en það er partur af þessu ferli. Ég er búin að upplifa miklu meira en ég hafði látið mig dreyma um, þetta var mjög auðveld ákvörðun. Þetta er búið að vera one hell of a ride.“

„Ég er ekki hættur, ég á eitt ár eftir í Val. Það er talað eins og þetta sé búið, nánast eins og maður sé farin yfir móðina miklu. Ég er enn fótboltamaður, tímabilið ekki búið með Val og eitt ár eftir. Síðan sjáum við hvað gerðist,“ sagði Hannes á Bylgjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“