fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Albert Guðmundsson: „Það vantar aðeins meiri grimmd varnarlega og sóknarlega“

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 8. september 2021 21:27

Úr leik Íslands og Norður-Makedóníu í haust. /Mynd:Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tók á móti Þýskalandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Þjóðverjar voru miklu sterkari í leiknum og unnu öruggan 4-0 sigur. Þetta hafði Albert Guðmundsson að segja í viðtali við Rúv að leik loknum:

„Þetta er auðvitað smá súrt. Það er alltaf leiðinlegt að tapa, sérstaklega á heimavelli. Auðvitað eru þeir góðir en þetta er svolítið mikill skellur finnst mér,“ sagði Albert í viðtali við Rúv.

Þessi landsleikjagluggi fór ekki vel en Íslendingar náðu aðeins í eitt stig í þremur leikjum. Hvað klikkaði í þessum glugga að mati Alberts?

„Stigin þurfa að vera fleiri. Það vantar aðeins meiri grimmd varnarlega og sóknarlega og það kostaði okkur stigin í hinum leikjunum. Ég hefði viljað byrja af krafti frá fyrstu mínútu í fyrstu leik.“

„Það er ákveðin endurnýjun í gangi en auðvitað þurfum við líka reynslu frá eldri leikmönnum til að hjálpa okkur. Eiður og Arnar eru að koma með sínar hugmyndir inn og við þurfum að meðtaka þær eins fljótt og við getum svo við getum farið að ná í úrslit.“

Aðspurður um eigin frammistöðu í þessum landsleikjaglugga var hann ekki ánægður og hefði viljað gera betur.

„Ekki nógu góð, mér finnst ég geta gert betur,“ sagði Albert að lokum í viðtali við Rúv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“