fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Jói Berg: „Við erum bara ekki nógu góðir eins og staðan er í dag“

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 8. september 2021 21:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tók á móti Þýskalandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Þjóðverjar voru miklu sterkari í leiknum og unnu öruggan 4-0 sigur. Jóhann Berg Guðmundsson hafði þetta að segja í viðtali við Rúv eftir leikinn:

„Þeir eru bara gríðarlega góðir og við bara ekki nógu góðir eins og staðan er í dag. Við þurfum auðvitað bara að læra af því og gera færri mistök. Það má ekki gera nein mistök á móti svona liðum. Við þurfum að gera betur en þeir eru auðvitað með frábært lið eins og þeir sýndu í dag,“ sagði Jói Berg við Rúv.

Ísland fékk aðeins 1 stig úr þessum landsleikjaglugga en liðið tapaði gegn Rúmeníu og gerði jafntefli gegn Norður-Makedóníu. Jói Berg var ósáttur við að hafa ekki unnið þá leiki:

„Ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli þá verðum við að vinna svona leiki og við gerðum það ekki og það er auðvitað ekki nógu gott.“

Mikil endurnýjun er í gangi í landsliðinu núna og margir ungir leikmenn að fá tækifæri. Jói Berg var nokkuð ánægður með ungu leikmennina í glugganum.

„Þetta eru frábærir fótboltamenn en þeir eru auðvitað ungir og eru að læra. Við erum ekki að fara að spila fótbolta eins og Þýskaland og þessar þjóðir. Ég hef sagt það áður að við þurfum að vera mjög vel rútineraðir og við erum enn að ná því,“ sagði Jói Berg að lokum við Rúv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea