fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Þjóðverjar reyndust of stór biti fyrir Íslendinga

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 8. september 2021 20:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tók á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM í kvöld. Þýskaland vann öruggan 4-0 sigur í leiknum.

Þjóðverjar réðu lögum og lofum í leiknum frá upphafi til enda. Serge Gnabry kom Þjóðverjum yfir strax á 5. mínútu leiksins eftir sendingu frá Leroy Sane. Aðstoðardómarinn setti flaggið á loft og taldi að um rangstöðu væri að ræða en atvikið var skoðað í VAR þar sem sást að markið var löglegt.

Rudiger tvöfaldaði forystu Þýskalands á 24. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu frá Joshua Kimmich. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Þjóðverjar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og sóttu stíft. Leroy Sane skoraði þriðja markið á 56. mínútu með föstu skoti upp í þaknetið. Timo Werner hafði brennt af nokkrum dauðafærum í leiknum en hann náði að koma sér á blað undir lok leiks þegar hann skoraði fjórða mark Þjóðverja og gulltryggði verðskuldaðan sigur þeirra.

Þjóðverjar eru á toppi J riðils með 15 stig eftir sex leiki. Íslendingar eru í 5. sæti með 4 stig eftir jafn marga leiki.

Ísland 0 – 4 Þýskaland
0-1 Serge Gnabry (´5)
0-2 Antonio Rudiger (´24)
0-3 Leroy Sane (´56)
0-4 Timo Werner (´88)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea