fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Andri Lucas Guðjohnsen í beinni eftir leik: „Bara svona father-son moment“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 18:20

Andri Lucas Guðjohnsen/Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen gerði jöfnunarmark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag. Markið má sjá neðst í fréttinni.

Ekkert gekk upp hjá íslenska liðinu lengi vel í dag en á síðasta stundarfjóðrungi leiksins tókst þeim að breyta 0-2 stöðu í jafntefli.

,,Þetta var æðislegt, að vera partur af þessu. Auðvitað var þetta ekki okkar besti leikur. Sloppy fyrri hálfleikur en hægt og rólega náum við að koma okkur inn i þetta í seinni hálfleik. Þeir sem koma inn á, við vorum klárir í slaginn,“ sagði Andri við RÚV eftir leik.

,,Að gera þetta heima á Laugardalsvellinum, þetta er æðisleg tilfinning.“

Andri var einnig spurður út í kossinn sem faðir hans, Eiður Smári Guðjohnssen, gaf honum áður en hann kom inn á í sínum fyrsta landsleik gegn Rúmeníu á fimmtudag.

,,Bara svona father-son moment. Auðvitað er þetta pabbi minn sem aðstoðarþjálfari og maður reynir að halda þessu eins proffesional og maður getur. Hann var bara stoltur að sjá son sinn koma inn á í sínum fyrsta landsleik. Ef ég á að vera alveg hreinsskilinn þá man ég ekki alveg eftir þessu,“ sagði Andri um kossinn.

Andri leikur með númer 22 á bakinu. Það er sama númer og Eiður Smári bar á sínum ferli með landsliðinu.

,,Ég vissi ekkert að talan mín væri 22. Ég labbaði bara inn í klefa og sá númer 22 með Guðjohnsen á bakinu,“ sagði Andri að lokum.

Smelltu hér til að sjá mark Andra í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu