Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson eru munu báðir spila sinn 100 landsleik gegn Norður-Makedóníu klukkan 16:00 í dag.
Þrjár breytingar eru í liði Íslands frá leiknum gegn Rúmeníu á fimmtudag. Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í leikmannahópi liðsins. Mikael Neville Anderson kemur inn á hægri kantinn.
Kári Árnason kemur inn í hjarta varnarinnar en Hjörtur Hermansson fer úr liðinu. Kári ber fyrirliðaband Íslands í leiknum. Þá kemur ísak Bergmann Jóhannesson inn á miðsvæðið fyrir Guðlaug Victor Pálsson.
Rúnar Alex Rúnarsson heldur stöðu sinni í markinu og Viðar Örn Kjartansson er í fremstu víglínu.
Byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson
Birkir Már Sævarsson
Brynjar Ingi Bjarnason
Kári Árnason
Guðmundur Þórarinsson
Mikael Neville Anderson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Birkir Bjarnason
Andri Fannar Baldursson
Albert Guðmundsson
Viðar Örn Kjartansson.